Ómótstæðilegur kjúklingur með 30 sekúndna sósu

„Þessi sósa er svo mik­il snilld því það tek­ur ná­kvæm­lega 30 sek­únd­ur að gera hana sem er Íslands­met inn­an­húss,“ seg­ir Gunn­ar Már Sig­fús­son um þessa upp­skrift sem hann á heiður­inn af. „Það er líka hægt að skera fersk­ar paprik­ur í sneiðar, pensla þær með olíu og baka þær í ofni í 10 mín­út­ur ef þú vilt gera allt frá grunni.“

Þessi upp­skrift er jafn­framt ketó þannig að nú getið þið glaðst!

Ómótstæðilegur kjúklingur með 30 sekúndna sósu

Vista Prenta

Kjúk­ling­ur með paprikusósu og smjör­steiktu hvít­káli

Upp­skrift fyr­ir: 2

Eld­un­ar­tími: 20 mín.

Hrá­efni

  • 2 úr­beinuð kjúk­linga­læri
  • krydd­blanda að eig­in vali
  • 1 stk grillaðar paprik­ur í krukku (Jamie's eru til­vald­ar)
  • 150 ml rjómi
  • 400 g hvít­kál
  • 2 msk smjör
  • salt

Það sem þú þarft að hafa við hönd­ina er hníf­ur, eld­fast mót og steikarp­anna.

Stilltu ofn­inn á 180° og blást­ur.

Aðferð

1. Byrjaðu á að steikja kjúk­linga­lær­in á vel heitri pönnu upp úr olíu eða klípu af smjöri. Kryddaðu og þegar lær­in hafa fengið góðan lit fær­irðu þau í eld­fast mót og inn í heit­an ofn í 10 mín­út­ur.

2. Skerðu hvít­kálið í þunn­ar sneiðar eða settu í mat­vinnslu­vél. Skolaðu af pönn­unni eft­ir kjúk­ling­inn, settu smjör á hana og steiktu hvít­kálið á háum hita í 5 mín­út­ur. Kryddaðu það með grófu salti, lækkaðu hit­ann og leyfðu því að malla þar til kjúk­ling­ur­inn er til­bú­inn.

3. Settu papriku og rjóma í bland­ara í 20 sek. Settu sós­una síðan í pott og hitaðu ró­lega upp. Saltaðu hana eft­ir smekk.

4. Settu hvít­kálið upp á disk, kjúk­ling­inn yfir og að síðustu sós­una.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert