Veitingahús og lífrænt ræktað grænmeti uppi á þaki

Veitingastaður og býli upp á þaki, þar sem gestir fá …
Veitingastaður og býli upp á þaki, þar sem gestir fá öðruvísi matarupplifun en annars. mbl.is/GroSpiseri

Fyrsta þak-býlið hefur litið dagsins ljós í hjarta Kaupmannahafnar, nánar tiltekið á toppnum á gömlu bílauppboðshúsi, Nellemannhuset. ØsterGRO heitir staðurinn og spannar 600 fermetra af lífrænt ræktuðu grænmeti, jurtum og ætilegum blómum. Þar er einnig gróðurhús, hænur og býflugnaræktun, svo eitthvað sé nefnt, með dásemdarútsýni yfir alla borgina. 

Á Gro Spiseri má svo njóta ljúffengs matar þar sem matseðillinn breytist eins og veðurfarið. Allt er framreitt á diskum sem gestirnir deila með sér, bara eins og maður þekkir heiman að frá sér. Þeir sem vilja prófa öðruvísi matarupplifun ættu ekki að láta þennan stað framhjá sér fara – grospiseri.dk.

mbl.is/GroSpiseri
mbl.is/GroSpiseri
mbl.is/GroSpiseri
mbl.is/GroSpiseri
mbl.is/GroSpiseri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert