Parmesankjúklingur fylltur með mozzarellaosti

Mögulega einn girnilegasti kjúklingaréttur síðari ára.
Mögulega einn girnilegasti kjúklingaréttur síðari ára. mbl.is/Delish (.com)

Haldið ykk­ur fast því hér kem­ur upp­skrift sem er ekki bara lík­leg til vin­sælda held­ur er nán­ast gefið að hún muni rústa kvöld­verðarkeppn­inni. Hér erum við að tala um löðrandi ost, stökka skorpu og góm­sæt­an kjúk­ling.

Parmesankjúklingur fylltur með mozzarellaosti

Vista Prenta

Par­mes­ankjúk­ling­ur fyllt­ur með mozzar­ella­osti

  • 500 g skinn­laus­ar kjúk­linga­bring­ur
  • 30 g mozzar­ella­ost­ur
  • sjáv­ar­salt
  • nýmalaður pip­ar
  • 1 bolli hveiti
  • 3 egg (þeytt)
  • 1 bolli Pan­ko-brauðrasp
  • 1 tsk þurrkað óreg­anó
  • ½ tsk hvít­lauks­duft
  • ½ bolli rif­inn par­mesanost­ur
  • ólífu­olía til að steikja úr
  • 2 boll­ar marin­arasósa
  • 1/​4 bolli smátt skor­in basilíka
  • 2 msk söxuð stein­selja

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 220°C. Skerið djúp­ar rif­ur í bring­urn­ar, troðið mozzar­ella í opið og þrýstið síðan vel sam­an. Sáldrið salti og pip­ar yfir bring­urn­ar.
  2. Setjið egg, hveiti og brauðrasp í þrjár grunn­ar skál­ar (hvert hrá­efni í sína skál). Hrærið hví­lauks­dufti, óreg­anói, helm­ingn­um af par­mesanost­in­um og ½ tsk af salti sam­an við brauðraspið. Veltið kjúk­linga­bring­un­um upp úr hveit­inu, síðan upp úr þeytt­um eggj­un­um og loks upp úr krydduðu brauðraspinu. Gætið þess að raspið hylji bring­una vel.
  3. Hitið þunnt lag af olíu á stórri pönnu sem þolir að fara inn í ofn og steikið bring­urn­ar við meðal­hita þar til þær eru fal­lega brún­ar (u.þ.b. 4 mín. á hvorri hlið). Hellið mar­inasós­unni í kring­um bring­urn­ar og dreifið basilík­unni yfir. Slökkvið und­ir pönn­unni og dreifið loks par­mesanost­in­um yfir bring­urn­ar.
  4. Setjið pönn­una í ofn­inn og bakið þar til bring­urn­ar eru geg­neldaðar, u.þ.b. 20 mín­út­ur. Dreifið stein­selj­unni yfir og berið fram.  
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert