Ídýfan sem kemst í sögubækurnar

mbl.is/Yammie´s Noshery (com)

Til er það selskapssnarl sem þykir svo vel heppnað að góðar líkur eru taldar á að um það verði ort ljóð, teknar af því myndir og mögulega muni einhver mittismál heyra sögunni til. Hér erum við að tala um ídýfu með spínati og þistilhjörtum og hún er alveg hreint ... dásamleg!

Ídýfa úr spínati og þistilhjörtum – namminamm

  • 1 bolli gróft söxuð þistilhjörtu
  • 1 bolli saxað spínat (ferskt eða frosið)
  • 3 hvítlauksrif (pressuð)
  • ½ bolli saxaður laukur
  • ½ bolli sýrður rjómi
  • 120 g sýrður rjómi
  • 2 msk mjólk
  • 1 bolli rifinn mozzarellaostur (og meira til að dreifa yfir)
  • ½ bolli rifinn parmesanostur
  • ½ tsk hvítlaukssalt
  • ¼ tsk ítalskt krydd (Italian Seasoning)
  • 1/8 tsk pipar

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum innihaldsefnunum saman, í sömu röð og þau eru talin upp, hrærið þar til blandan er orðin samfelld. Hellið í pæmót eða form (ca 20 cm í þvermál). Dreifið auka mozzarellaosti yfir ef vill. Bakið í u.þ.b. hálftíma, eða þar til ídýfan er orðin gullinbrún og farin að krauma í mótinu. Setjið ofninn á grillstillingu um stund í lokin ef osturinn er ekki orðinn nægilega bráðinn.
Berið fram með flögum, saltstöngum, kexkökum, niðurskornu grænmeti eða hverju sem hugurinn girnist.

mbl.is/Yammie´s Noshery (com)
mbl.is/Yammie´s Noshery (com)
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert