Ein svalasta IKEA-nýjungin í ár

Hér er búið að skreyta eyjuna með fallegum ljósaseríum.
Hér er búið að skreyta eyjuna með fallegum ljósaseríum. mbl.is/IKEA

IKEA kynnti á dögunum nýjan vörulista og erlendar bloggsíður hafa verið uppfullar af myndum af VADHOLMA-eyjunni sem er afskaplega snjöll lausn fyrir þá sem vantar eitt stykki eyju. 

En hægt er að kaupa aukahlut sem tekur eyjuna upp á næsta stig. Um er að ræða slá sem sett er á eyjuna og umbreytir henni á afar skemmtilegan hátt. 

Sláin kostar 9.950 krónur sem hljóta að teljast kostakaup. Við rákumst einnig á nokkrar útfærslur sem voru ekki ætlaðar í eldhús og því ljóst að möguleikarnir eru óþrjótandi.

Við spáum því að sláin eigi eftir að slá í gegn hjá íslenskum neytendum enda veit landinn að fátt er skemmtilegra en að nostra við eldhúsin sín. 

Hér má sjá útfærsluna betur.
Hér má sjá útfærsluna betur. mbl.is/IKEA
Hér er eyjan mætt í forstofuna.
Hér er eyjan mætt í forstofuna. mbl.is/IKEA
Hægt er að hengja allt mill himins og jarðar á …
Hægt er að hengja allt mill himins og jarðar á slánna. mbl.is/IKEA
Notkunarmöguleikarnir eru ótal margir.
Notkunarmöguleikarnir eru ótal margir. mbl.is/IKEA
Þetta er frekar fyndin útfærsla.
Þetta er frekar fyndin útfærsla. mbl.is/IKEA
Hér er eyjan mætt i fullbúið eldhús.
Hér er eyjan mætt i fullbúið eldhús. mbl.is/IKEA
Hér er útgáfan minímalísk og kemur ótrúlega vel út.
Hér er útgáfan minímalísk og kemur ótrúlega vel út. mbl.is/IKEA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert