Kjúklingaréttur sem þú verður að prófa

Kjúklinga nachos sem þú verður að prófa.
Kjúklinga nachos sem þú verður að prófa. mbl.is/HowSweetEats

Hér er kjúklingaréttur sem þú getur ekki staðist – en í þennan rétt er tilvalið að nota afganga. Ef þú átt sirka 20 mínútur aflögu til að elda, þá slærðu upp veislu fyrir fjölskylduna sem allir munu elska.

Kjúklingaréttur sem þú getur ekki staðist

  • 2 dósir hakkaðir tómatar (helst „fire roasted“ frá Hunts)
  • 2 vorlaukar
  • 2 hvítlauksrif, hökkuð
  • 1 tsk. papríkuduft
  • ½ tsk. kúmín
  • ¼ tsk. salt
  • 1½ bolli tættur kjúklingur (frábært að nota afganga í þennan rétt)
  • Tortilla flögur

Annað:

  • Radísur
  • Fetakubbur eða cheddar ostur
  • Kóríander
  • Kirsuberja tómatar
  • Lime
  • Sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Setjið tómatana, lauk, hvítlauk, papríku duft og kúmín í blandara og hakkið þar til blandast vel saman.
  2. Hitið djúpa pönnu á medium og hellið ólífuolíu á pönnuna. Þegar pannan hefur hitnað hellið þá tómatblöndunni út á og hrærið í þar til sósan hefur þykknað. Bætið þá kjúklingnum út í og nokkrum tortilla flögum og blandið saman við sósuna. Bætið þá aftur aðeins meiri flögum út í og blandið saman.
  3. Áður en rétturinn er borinn fram er hann „toppaður“ með nachos-flögum, kirsuberjatómötum, radísum og skreyttur með kóríander, lime bátum, osti og sýrðum rjóma.
Hráefnin í sósuna eru sett í blandarann.
Hráefnin í sósuna eru sett í blandarann. mbl.is/HowSweetEats
mbl.is/HowSweetEats
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka