Aðdáendur ketó-mataræðis eru æði margir og skyldi engan undra. Hvað er nefnilega betra en að geta gætt sér á ostum og smjöri á meðan kílóin hrynja af manni? Þessar veisluuppskriftir koma úr smiðju Anítu Aspar Ingólfsdóttur, matreiðslumeistara á RÍÓ Reykjavík.
Ostabollur
Brokkolíið er skorið í frekar litla bita og soðið. Meðan það síður þá er chiliinn og vorlaukurinn skornir smátt, hvítlaukurinn er rifinn niður á rifjárni. Piparosturinn er einnig rifinn niður á rifjárni, en hann má vera gróft rifinn. Þegar brokkolíið er soðið þar til það er hætt að vera stökkt undir tönn þá er einfaldlega öllu blandað saman og smakkað til með salti og pipar. Best er að gera þetta meðan brokkolíið er ennþá heitt, því þá bráðnar osturinn og hann sér til þess að bollurnar haldist saman.
Síðan eru bollurnar formaðar, settar á ofnplötu með smjörpappír og olíu penslað yfir þær. Bakaðar á 180°C í um það bil 20 mínútur. (Tíminn fer þó algjörlega eftir stærðinni á bollunum.)
Hvítlauksmayo
Hvítlaukurinn er zestaður/rifinn ofan í mayoið. Hrært saman og smakkað til með salti og sítrónusafa.
Grænkálið er rifið af stönglinum og rifið niður í smærri bita, limeið er kreist yfir og 2 msk af hvítlauksmayo sett út í líka. Þessu er nuddað vel saman, þá fer beiska bragðið úr grænkálinu.