Salat með góðri samvisku og stökku beikoni

mbl.is/wichmann+bendtsen

Fáum okkur eitthvað hollt sem smakkast líka vel því við eigum það svo sannarlega skilið. Eitt af því gæti verið salat með stökku beikoni, eggi og ljúffengri dressingu.

Salat með góðri samvisku og stökku beikoni (fyrir 4)

  • 200 g salat að eigin vali
  • 200 g hvítkál
  • 4 skífur af beikoni
  • ljóst edik
  • 4 egg

Dressing:

  • 1 msk dijonsinnep
  • ½ dl sérrí- eða eplaedik
  • 2 dl jómfrúarolía
  • hafsalt
  • pipar

Annað:

  • Rúgbrauð

Aðferð:

  1. Skerið salat og kál niður.
  2. Skerið beikon í bita og steikið þar til stökkt – leyfi fitunni að leka af á pappír.
  3. Setjið vatn í pott með 1 tsk af ljósu ediki og komið eggjunum fyrir í pottinum. Lækkið hitann þegar vatnið byrjar að sjóða og takið eggin upp úr. Myndið hvirfil í vatninu með pískara og brjótið eitt egg út í einu og leggið í „hvirfilinn“, um þrjár mínútur hvert egg, þar sem vatnið er rétt undir suðupunkti. Endurtakið með hin eggin.
  4. Skerið niður fínar skífur af rúgbrauði, penslið með olíu og bakið við 180° í sjö mínútur.
  5. Raðið salati á disk, beikoni, eggjum og rúgbrauði og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert