Kanelsnúðadraumur sem enginn fær staðist

Það má alltaf freistast í nýbakaða kanelsnúða.
Það má alltaf freistast í nýbakaða kanelsnúða. mbl.is/Fragola E Limone

Nýbakaðir snúðar og mjólkurglas senda mann með hraði aftur í tímann – kanelsnúðar hafa verið bakaðir á öðru hverju heimili í áratugi og falla aldrei úr tísku.

Kanelsnúðadraumur (12 stórir snúðar)

  • 10 g ger
  • 70 g sykur
  • 125 g vatn
  • 630 g hveiti
  • salt á hnífsoddi
  • 220 g mjólk
  • 50 g smjör, bráðið
  • 2 egg

Fylling:

  • 40 g mjúkt smjör
  • 40 g kókossykur
  • 110 g púðursykur
  • 1 msk. kanill

Glassúr:

  • 40 g rjómaostur að eigin vali
  • 40 g mjúkt smjör
  • 150 g flórsykur
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 2-3 msk. mjólk

Aðferð:

  1. Hellið vatninu í skál og setjið gerið út í ásamt 1 tsk. af sykri. Látið standa í 5 mínútur.
  2. Bætið hveitinu, salti og restinni af sykrinum út í og blandið vel saman. Því næst kemur mjólk, salt, smjör og egg út í og allt hrært saman þar til deigið verður mjúkt og glansandi.
  3. Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið við stofuhita þar til deigið er búið að þrefalda sig í stærð.
  4. Finnið til bökunarmót í stærðinni 30x25 cm og blandið saman sykri og kanil.
  5. Stráið hveiti yfir borðplötuna og rúllið deiginu út í ferning í stærðinni 30x58 cm.
  6. Smyrjið deigið með smjöri og stráið kanilsykri yfir. Rúllið deiginu upp og skerið í 12 bita. Leggið upprúlluðu bitana í bökunarmót og leggið hreint viskastykki yfir snúðana. Geymið við stofuhita þar til þeir hafa stækkað um helming.
  7. Hitið ofninn á 180°. Bakið snúðana í miðjum ofni í 20 mínútur og snúið bökunarmótinu í ofninum þegar 10 mínútur eru liðnar. Snúðarnir eru tilbúnir þegar þeir hafa náð gylltum lit.
  8. Leyfið þeim að kólna í 45 mínútur áður en glassúrinn er settur á (glassúr: öll hráefnin pískuð vel saman).
mbl.is/Fragola E Limone
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert