Það er svo allt í þessari uppskrift sem hleypir munnkirtlunum af stað. Má bjóða ykkur uppskrift að Snickers ostaköku sem þarf ekki að baka og má auðveldlega gera deginum áður.
Snickers ostakaka sem ekki þarf að baka
Botn:
- 250 g Digestive kex
- 100 g salthnetur
- 130 g smjör, bráðið
Rjómaostakrem:
- 400 g rjómaostur
- 120 g flórsykur
- Kornin úr 2 vanillustöngum eða 1 msk vanillusykur
- ½ L rjómi
- 150 g Snickers, saxað
Karamellusósa:
- 2 pokar Wherters Original karamellur (má líka nota aðrar tegundir)
- 1 dl rjómi
- Salt á hnífsoddi
Skraut:
- 100 g Snickers
- 100 g hnetur
Aðferð:
- Botn: Saxið kexið og hneturnar í matvinnsluvél þar til blandan verður fín. Bræðið smjörið og blandið því vel saman við kexið og hneturnar. Hellið blöndunni í smelluform (23 cm) klætt bökunarpappír. Pressið blöndunni vel niður í formið og geymið inn í ísskáp á meðan ostakremið er búið til.
- Rjómaostakrem: Þeytið rjómaost, vanillu og flórsykur saman í skál. Þeytið rjómann í annari skál og blandið því saman við ostakremið. Því næst kemur Snickersið út í. Þeir sem eiga bökunarplast (notað til að gera hliðarnar sléttar) geta smellt því í formið með kexblöndunni og smurt rjómaostakreminu á botninn. Geymið síðan kökuna í kæli, gjarnan yfir nótt.
- Karamellusósa: Útbúið sósuna rétt áður en kakan er borin fram. Bræðið karamellur í litlum potti og hrærið rjómanum út í. Bætið við salti og hrærið í þar til karamellan er tilbúin. Gott er að umhella karamellunni í glas eða könnu og þaðan yfir á kökuna. Takið þó fyrst kökuna úr forminu, hellið karamellusósunni yfir og skreytið með Snickersbitum og salthnetum.