Ef hráefnið er nógu girnilegt þarf ekki meira til eins og þessi ljúffenga baka með tómötum, aspas, púrrulauk og rjómaosti sýnir. Góðar bökur eru frábærar til að brjóta upp á vikuna fyrir alla fjölskylduna.
Girnileg baka með tömötum og aspas (fyrir 6)
- 125 g smjör
- 3 dl hveiti
- Salt á hnífsoddi
- Nokkrir dropar af köldu vatni
Fylling:
- ½ púrrlaukur
- 10 grænir aspas
- 150 g rifinn ostur
- 200 g rjómaostur
- Salt og pipar
- 300 g litlir tómatar
Aðferð:
- Hnoðið allt hráefnið saman í tertudeigið með höndunum eða í matvinnsluvél. Látið deigið standa í 20 mínútur og kveikið á ofninum við 200°.
- Setjið deigið í tertuform (24 cm) og passið að það fari út í alla kanta. Bakið í 10 mínútur. Takið formið úr ofninum og lækkið hitann í 175°.
- Skerið púrrulauk og aspas í litla bita og hrærið saman við rjómaostinn, rifna ostinn og salt og pipar.
- Hellið fyllingunni yfir forbakaða tertubotninn og raðið tómötum á toppinn.
- Bakið áfram á 175° í 30-40 mínútur.