Lasagna með leynihráefni sem toppar allt

Lasagna er réttur sem allir elska, og þessi er með …
Lasagna er réttur sem allir elska, og þessi er með smávegis af dökku súkkulaði. mbl.is/Winnie Methmann

Hver hefði trúað að eins einfaldur réttur og lasagna er, væri einn sá vinsælasti á mörgum heimilum? Það er svo þægilegt að henda í lasagna og allir verða sáttir. Í þessum rétti eru tortilla-kökur í staðinn fyrir lasagna-plötur og svo er smávegis af dökku súkkulaði sem ætti að kæta einhverja.

Mexíkóskt lasagna með súkkulaði

  • 400 g nautahakk
  • 1 stór laukur
  • 3 feitir hvítlaukar
  • 1 lítill rauður chili
  • Ólífuolía
  • 1 msk. papríkuduft
  • 1 tsk. kanill
  • ½ msk. kúmen
  • 2 dósir hakkaðir tómatar
  • 140 g tómatpúrra
  • 1 nautakraftsteningur
  • 1 dós nýrnabaunir
  • 1 dós maísbaunir
  • 30 g dökkt súkkulaði
  • 3 msk. balsamik-edik
  • Salt og pipar
  • 1 pakki tortilla-kökur
  • 2½ dl sýrður rjómi, 18%
  • 150 g cheddar ostur
  • Kóríander, ferskt
  • Blandað salat

Aðferð:

  1. Saxið fínt lauk, hvítlauk og chili og steikið á pönnu upp úr olíu. Bætið nautahakkinu út í ásamt kryddi og steikið þar til hakkið er orðið brúnt. Setjið tómatana úr dós, tómatpúrru og nautakraftinn út á pönnuna og leyfið þessu að malla í 10 mínútur.
  2. Látið vökvann renna af maís- og nýrnabaununum og bætið út á pönnuna. Smakkið réttinn til með súkkulaði, balsamik-edik, salti og pipar.
  3. Hitið ofninn á 175°. Setjið kjötsósu í botninn á smurðu eldföstu móti. Leggið tortilla-köku ofan á og smyrjið hana með sýrðum rjóma. Setjið aftur kjötsósu og smávegis af rifnum cheddar-osti. Því næst kemur tortilla-kaka, sýrður rjómi, kjötsósa og cheddar-ostur – þar til fatið er orðið fullt. Endið með að dreifa cheddar-osti yfir réttinn og bakið í ofni í 25 mínútur þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með kóríander og blönduðu salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert