Teministeriet hannar fyrir H&M Home

Sænski te-framleiðandinn Teministeriet hannar nú fyrir H&M Home.
Sænski te-framleiðandinn Teministeriet hannar nú fyrir H&M Home. mbl.is/Teministeriet

Það eru ófáir sem annaðhvort byrja eða enda daginn á einum tebolla, ná slökun með sjálfum sér fyrir eða eftir annasaman dag. Eitt þekktasta tefyrirtæki Skandinavíu er Teministeriet - sænskt að uppruna en með rætur frá Taiwan, þar sem eigandi og stofnandi Teministeriet ólst upp.

Teministeriet hefur farið ört vaxandi og stöðugt að koma með nýjungar á markað, en umbúðirnar þeirra eru stílhreinar og smart – allt í norrænum anda. Nýverið kynnti fyrirtækið nýtt te sem er sérstaklega hannað fyrir H&M Home og því spennandi að sjá hvort það verði í boði fyrir te-unnendur landsins þegar sú verslun mun opna hér í næsta mánuði.

mbl.is/Teministeriet
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert