Eggjaskurnin er gagnlegri en þig grunar

Eggjaskurn má nota á ýmsa vegu, t.d. sem andlitsmaska.
Eggjaskurn má nota á ýmsa vegu, t.d. sem andlitsmaska. mbl.is/Carina Kruger

Egg eru í hugum margra lífsnauðsynleg; þau eru ómissandi í bakstur, holl og góð og ákaflega bragðgóð. En skurnina má einnig nota á ýmsa vegu, ekki bara sem páskaskraut einu sinni á ári.

  1. Ertu með blómavasa eða vatnsflöskur þar sem eitthvað situr fast, eða jafnvel potta og pönnur? Hristu saman eggjaskurn og smávegis af sápuvatni og nuddaðu blettina burt.
  2. Leyfðu brotinni eggjaskurn að fara í niðurfallið, hún mun hreinsa pípurnar á leiðinni niður.
  3. Settu eggjaskurn í mortél og brjóttu fínt niður. Pískaðu skurnina saman við eggjahvítu og þú ert komin með þennan frábæra andlitsmaska sem húðin mun þakka þér fyrir. Leyfðu maskanum að þorna áður en þú skolar hann af.

hlekkur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert