Þær eru danskar að uppruna og byrjuðu árið 2010 að hanna flottustu og skrautlegustu flísar sem þú munt nokkurn tímann sjá. Hér eru tveir myndlistamenn með innblástur frá S-Evrópu að segja sögur sínar á handprentaðar flísar undir nafninu Arttiles.
Hver og ein flís er með sitt munstur og það skemmtilega er að þú ræður algjörlega ferðinni – þú býrð til þína sögu á vegginn. Hversu dásamlegt er að hafa möguleikann á að skreyta eldhúsið með svona fallegum flísum.