Bubbi slær í gegn sem bakari

Meistarabakarinn Bubbi Morthens.
Meistarabakarinn Bubbi Morthens. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það virðist flest leika í höndunum á Bubba Morthens en hvern hefði grunað að hann væri einnig afburða bakari. Þessari uppskrift af súrdeigs-skorpu-maltbrauði deildi hann á dögunum en uppskriftin er frá dönsku fjölskyldunni hans.

Skorpu maltbrauð Bubba

Brauð:

  • 500 g rúgkjarna fræ - lögð í bleyti 12 tíma.

En áður þarf að búa til súrdeig:

  • 300 g rúmjöl.
  • 5 g salt
  • 1 tsk hunang
  • 1 dl ab-mjólk
  • vatn eftir fíling en þannig það verði þunnt.

Dagur 2:

  • Bæti við matskeið rúgmjöl

Dagur 3:

  • 1 msk rúgmjöl

Dagur 4

  • 1 msk rúgmjöl

Dagur 5

  • 1 msk rúgmjöl

Þá er súrdeigið klárt muna alltaf hræra og bæta smá vatni saman við.

Þá gerum við klárt í bakstur.

  • 500 gr rúgmjöl
  • 500 gr hveiti

Rúgkjarnafræin blandast við 3 dl af súrdeigi

  • Rúmur dl sólkjarna fræ.
  • 1 dl hörfræ.
  • 1 mskmatskeið malt extra (fæst í apótekinu setja í hrærivél)

Hnoða þannig að þetta verður þétt steypa

Smyrja tvö form og setja deigið í

Láta standa í 12 tíma.

Síðan hita ofinn vel á 250 gráðum muna úða vatni yfir deigið

Stinga 10 göt á hvort form þannig að það lofti

Baka í klukkutíma en lækka hitann eftir 30 mínútur í 200 gráður

Taka út láta standa í tvo tíma og þið eru með brauð sem toppar allt má strjúka köldu smjöri yfir skorpu til að fá fallegan gljáa þegar það er heitt.

p.s. Enginn sykur og ekkert ger.

Svona lítur þetta stórglæsilega brauð hans Bubba út.
Svona lítur þetta stórglæsilega brauð hans Bubba út. mbl.is/Bubbi Morthens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert