Himnesk eplakaka sem þið verðið að prófa

Nýbakaða eplaköku með þeyttum rjóma er erfitt að standast.
Nýbakaða eplaköku með þeyttum rjóma er erfitt að standast. mbl.is/Wichmann+Bendtsen

Það má útfæra eplakökur á marga vegu en þessi uppskrift er einföld og tekur enga stund að laga. Við mælum með að njóta hennar á meðan hún er enn þá volg, þá með vanilluís eða rjóma.

<strong>Himnesk eplakaka</strong>
  • 2 egg
  • 200 g sykur
  • 100 g smjör
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 msk. vanillusykur
  • 1 epli
  • Smelluform, 20 cm

Ofan á:

  • 2 epli
  • 1 msk. kanill
  • 2 msk. sykur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°. Pískið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið smjörið í litlum potti við lágan hita og leyfið því að kólna örlítið áður en því er helt út í eggjablönduna. Blandið hveiti, lyftidufti og vanillusykri saman og sigtið það út í deigið. Blandið vel saman með sleif þar til deigið er jafnt og slétt.
  2. Skrælið epli og skerið í teninga. Setjið eplin varlega í deigið með skeið. Smyrjið bökunarformið og hellið deiginu út í.
  3. Ofan á: Skerið eplin í þunna báta og raðið þeim jafnt ofan á deigið. Blandið kanil og sykri saman og dreifið yfir allt saman.
  4. Bakið kökuna í 35 mínútur eða þar til bökuð í gegn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert