Lax sem reddar hjónabandinu

Laxinn er sagður geta bjargað hjónaböndum.
Laxinn er sagður geta bjargað hjónaböndum. mbl.is/TM

Heyrst hefur að hjónaband nokkurt í Vesturbænum hafi snarbatnað eftir að hjónin ákváðu að elda nýja uppskrift alla miðvikudaga og skiptast á að elda. Fyrsti rétturinn var þessi asíski laxaréttur og ískalt hvítvín en hamingjan var allsráðandi að málsverði loknum. Ekki skemmir fyrir að gjörningurinn tók ekki langa stund. 

<strong>Lax sem reddar hjónabandinu</strong> <em>Fyrir 4</em> <ul> <li>Heilhveiti núðlur (Blue dragon þykkar - fást í Krónunni) - 4-5 skammtar. Núðlurnar eru í skömmtum í pokanum. </li> <li>500 g lax, beinhreinsaður</li> <li>1 msk. sojasósa</li> <li>1 msk. hunang </li> <li>1 msk. sesamfræ </li> <li>1/2 rauð paprika </li> <li>1/2 græn paprika </li> <li>100 g smjörbaunir (má sleppa)</li> <li>100 g spergilkál </li> </ul> <br/>

Grænmetislögur:

<br/><ul> <li>2 sm engifer rifið</li> <li>1 rautt chillíaldin, fræhreinsað og saxað smátt  </li> <li>3 msk. sesamolía </li> <li>1 tsk. lime-safi </li> <li>1 hvítlauksrif, marið </li> </ul> <br/>

Til skrauts:

<br/><ul> <li>50 g saxað kóríander </li> <li>2 msk. salthnetur, saxaðar   </li> </ul>

Aðferð:

<ol> <li>Setjið laxinn í ofnfast mót.</li> <li>Hrærið hunangi, soja og sesamfræjum saman og hellið yfir laxinn. </li> <li>Bakið á grillsstillingu á 180 í 10 mínútur. Setjið 2 dl af vatni í ofnskúffu undir ef þið eruð ekki með gufuofn.</li> <li>Setjið allt í dressinguna í krukku og hristið. </li> <li>Skerið niður grænmetið og snögg steikið á pönnu ásamt krukkuinnihaldinu. </li> <li>Sjóðið núðlur samkvæmt leiðbeiningunum og sigtið. Setjið 1 msk. af sesamolíu og saltið. </li> <li>Hrærið grænmeti og núðlum saman.</li> <li>Setjið á fat, laxinn ofan á og loks salthnetur og kóríander áður en borið er fram.</li> </ol>
mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert