Ferskasti pastaréttur dagsins

Litríkur pastaréttur með girnilegri dressingu.
Litríkur pastaréttur með girnilegri dressingu. mbl.is/SpoonForkBacon

Pasta er eflaust mest borðað á heimilum þar sem börn búa. Þá er upplagt að vera með nokkra mismunandi rétti til að brjóta þetta aðeins upp. Hér er uppskrift sem þú getur gert þegar þú hefur tíma og geymt í kæli fram að kvöldmat.

Ferskasti pastaréttur dagsins

  • 250 g farfalle pasta
  • 1 msk. ólífuolía
  • ½ skallottlaukur, saxaður (um 2 msk.)
  • 4 litlir tómatar, skornir
  • 1 avocado
  • Gular baunir
  • 12-16 litlar ferskar mozzarella-kúlur
  • Fersk basilika

Dressing:

  • 1½ bolli grísk jógúrt
  • 2 msk. rauðvínsedik
  • 2 msk. graslaukur, smátt skorinn
  • 1 hvítlauksrif, smátt skorið
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Salt og pipar til að smakka til

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum.
  2. Setjið öll hráefnin sem fara í dressinguna í skál og blandið vel saman.
  3. Þegar pastað er tilbúið, látið þá renna kalt vatn á það. Blandið því næst pastanu saman við dressinguna.
  4. Bætið restinni af hráefninu saman við og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka