Það er fátt betra en gott granóla sem er þeim kostum búið að innihalda ekki óhóflegt magn af sætindum eins og oft vill vera. Þessi uppskrift ætti að koma öllum vel af stað inn í daginn.
Grísk jógúrt með heimagerðu granóla
Mér finnst þetta dásamlegur morgunverður, hollur og góður sem endist vel. Ég geri granólað oftast á sunnudögum og á til fyrir vikuna en granóla sem fæst í búð er oft svo sætt og þess vegna miklu hollara að útbúa sitt eigið. Ég er hrifin af því að nota grísku jógúrtina frá Örnu og leik mér aðeins með bragðtegundirnar, ég notaði með súkkulaði og ferskju í þennan rétt en notaðu endilega þá jógúrt sem hentar þér best, settu svo smá granóla og ber yfir og njóttu vel! – Anna Eiríks
Fyrir: Nokkra skammta
Undirbúningur: 10 mínútur
Innihald
Aðferð
Blandið öllu vel saman í skál og setjið á smjörpappír. Bakið í 150° heitum ofni í 20-30 mínútur, fylgist vel með og hrærið í granólanu af og til svo það brenni ekki. Kælið og geymið í glerkrukku með loki.