Værum við ekki öll til í svona kombó í morgunmat – ristað brauð með beikoni, eggjahræru og pestó? Við erum nokkuð viss um að bara ilmurinn myndi draga okkur fram úr rúminu.
Morgunverður nautnaseggsins (fyrir 2)
Pestó:
- Stórt hvítlauksrif
- 2 fullar msk. hakkaðar valhnetur
- 120 g fersk basilika
- ¼ ólífuolía (meira ef þörf er á)
- 35 g parmesan ostur
- Salt og pipar
- 2 msk. mjúkt smjör
- 4 stór egg
- 3 msk. nýmjólk
- Salt og pipar
- 4 beikonstrimlar
- 2 þykkar súrdeigsbrauðsneiðar
Aðferð:
- Pesto: Setjið hvítlauk og hnetur í matvinnsluvél og hakkið vel í litla bita. Bætið við basiliku og 2 msk. af olíu og haldið áfram að hakka. Bætið þá restinni af ólífuolíunni við og blandið saman. Saltið, piprið og bætið parmesan-ostinum út í.
- Steikið beikonið á pönnu og leyfið fitunni að leka af á pappír.
- Hitið smjör á pönnu. Brjótið eggin í skál og pískið léttilega. Hellið eggjunum á pönnuna og hrærið í með sleif í 3-5 mínútur. Takið þá pönnuna af hellunni.
- Ristið brauðið og smyrjið. Leggið beikonsneiðar á brauðin og eggjahræruna þar ofan á. Saltið, piprið og toppið með pestó.
Þessi kona er greinilega glorsoltin og langar í morgunverð.
Ljósmynd / Getty Images