Þetta heimagerða súkkulaðistykki er tilvalið með einum góðum kaffibolla, eða til að maula þegar hungrið og sykurþörfin er búin að ná hámarki. Og þessir eru nú ekkert svo óhollir með fullt af fræjum og dökku súkkulaði.
Ekta súkkulaðistykki (8 stórir eða 12 litlir bitar)
- 200 g dökkt súkkulaði
- 50 g Digestive kex
- 50 g graskersfræ
- 50 g hörfræ
- 50 g möndlur
Aðferð:
- Hakkið súkkulaðið fínt og bræðið helminginn í potti yfir vatnsbaði. Takið pottinn af hellunni og setjið restina af súkkulaðinu út í og hrærið í þar til allt er bráðið.
- Brjótið kexið niður og setjið út í súkkulaðið ásamt fræjunum og möndlunum.
- Hellið blöndunni í form klætt bökunarpappír og setjið inn í ísskáp. Geymið þar til súkkulaðið er harðnað.
- Skerið út í litlar stangir og njótið með góðum kaffibolla.