Íslenskir hafrar loksins á markað

Hinir íslensku hafrar og haframjöl á næsta víst eftir að …
Hinir íslensku hafrar og haframjöl á næsta víst eftir að slá í gegn meðal íslenskra neytenda sem hafa margir hverjir beðið þessarar nýjungar í ofvæni. mbl.is/

Nú geta allir allir þeir sem gott kunna að meta tekið gleði sína því í fyrsta sinn er komið á markað íslenskt haframjöl og tröllahafrar. Hafrarnir eru ræktaðir í Meðallandi í Skaftárhreppi og þykja ákaflega bragðmiklir og góðir. Hafrarnir innihalda 10% trefjar og 11% prótein.

Vaxtatími hafra er það langur að áhættusamt hefur þótt að rækta þá til þroska á Íslandi. Í Meðallandi hafa verið ræktaðir hafrar til þroska í níu ár og þrátt fyrir misgóð sumur hefur alltaf tekist að ná uppskeru á fullþroskuðum höfrum. Þótti því tími til kominn að bjóða landsmönnum upp á bragðmikla hægvaxta hafra. Hafrar eru vinsælir á morgunverðarborði Íslendinga og í bakstur.

Ekki er að efa að íslenskum höfrum verði tekið fagnandi á mörgum heimilum en hægt er að fá hafrana í Hagkaup og Bónus að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert