Ostakúlur með chili-ídýfu

Það er ekkert að fara stoppa okkur í því að …
Það er ekkert að fara stoppa okkur í því að prófa þessar kúrbíts-ostakúlur. mbl.is/Frederikke Wærens

Djúpsteiktar osta-kúrbítskúlur með chili-feta-ídýfu. Er hægt að biðja um eitthvað meira? Hér þarf ekkert að íhuga hvort þetta skuli smakkast því það er alltaf að fara að gerast. En fyrst út í búð að kaupa í herlegheitin.

Kúrbítskúlur með chili-dýfu (16-18 stk.)

  • 600 g kúrbítur (samsvarar 2 stórum)
  • 2 tsk. salt
  • 250 g rifinn mozzarella
  • 1 tsk. cummin
  • 2 tsk. þurrkaðar chili-flögur
  • 2 stór hvítlauksrif, pressuð
  • Pipar
  • 2 msk. hveiti
  • 2 msk. kartöflumjöl

Chili-ídýfa með feta:

  • 4 dl grísk jógúrt
  • 2 msk. fetakubbur
  • 2 tsk. Sriracha
  • 1 tsk. þurrkaðar chili-flögur
  • Salt og pipar

Annað:

  • 3 pískuð egg
  • 150 g hveiti
  • 150 g panko-rasp
  • 1 ltr. olía til steikingar

Aðferð:

  1. Kúrbítskúlur: Rífið kúrbít niður með rifjárni. Bætið við salti og pressið vatnið úr kúrbítnum. Blandið osti, cummin, þurrkuðum chili-flögum, hvítlauk, pipar, hveiti og kartöflumjöli saman við kúrbítinn.
  2. Formið 16-18 jafnstórar kúlur og setjið inn í ísskáp þannig að þær haldi sér saman.
  3. Chili-ídýfa: Blandið öllum hráefnunum saman í skál.
  4. Djúpsteiking: Veltið kúrbítskúlunum upp úr eggi, hveiti, aftur eggi og því næst raspinu. Hellið olíu í djúpan pott og hitið upp hægt og rólega. Hægt er að setja smávegis af hveiti í olíuna til að kanna hvort hún sé orðin nógu heit. Ef hveitið „hleypur um“ þá er olían tilbúin. Steikið tvær kúlur í einu þar til þær verða stökkar og gylltar. Leyfið olíunni að leka af þeim á eldhúspappír.
mbl.is/Frederikke Wærens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert