Þegar haustið skellur á fer hugurinn og hjartað beint inn í eldhús til að útbúa eitthvað gotterí fyrir sig og sína. Eitthvað til að smjatta á með ísköldu mjólkurglasi - og þá er þessi uppskrift tilvalin að prófa.
Krispí kanil-epla smákökur
- 2 lítil epli
- 1 tsk kanill
- 2 msk púðursykur
- 3 msk hveiti
- 2 bollar hveiti
- 4 tsk matarsódi
- ½ tsk salt
- 8 msk saltað smjör, kalt
- 1 bolli súrmjólk
- ¼ tsk vanilludropar
- 1 msk mjólk
Aðferð:
- Hitið ofninn á 220° og setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
- Skerið eplin í þunnar skífur og blandið saman við kanil, púðursykur og 3 msk hveiti og setjið til hliðar.
- Setjið öll þurrefnin í blandara og blandið vel saman. Skerið smjörið í þunnar sneiðar og setjið út í blandarann með þurrefnunum. Blandið vel saman þar til blandan verður pínu kekkjótt og setjið þá í skál ásamt kanileplunum og bætið við súrmjólk. Hrærið allt vel saman.
- Stráið smá hveiti á borðið og deigið þar á. Hnoðið deigið í ferhyrning og skiptið í tvennt. Bætið við hveiti eftir þörfum. Passið að hnoða ekki of mikið til að deigið haldi sér „léttu“.
- Mótið deigið með höndunum í ferhyrninga, sirka 2-2½ cm á þykktina. Skerið út hringi í deigið (gott er að nota kökumót eða jafnvel glas) og leggið á bökunarplötu.
- Bakið í 13-15 mínútur þar til ljós-gylltir á lit.
- Á meðan kökurnar eru í ofninum, pískið þá saman ¾ bolla af flórsykri, ¼ tsk vanilludropum og 1 msk mjólk.
- Leyfið kökunum aðeins að kólna áður en kremið er sett á.