Laufin sem minnka stress

Ilmurinn af lárviðarlaufum er streitulosandi og getur minnkað bólgur í …
Ilmurinn af lárviðarlaufum er streitulosandi og getur minnkað bólgur í líkamanum. mbl.is/Elle Decoration

Í nútímaþjóðfélagi þar sem margir eru í fullkomnunarkeppni þá veitir ekki af að róa aðeins taugarnar. Við erum að tala um lárviðarlauf, svo einfalt er það. 

Það eina sem þú þarft að gera er að setja lárviðarlauf í glerkrukku eða í annað ílát sem þolir hita og kveikja undir með eldspýtum. Ilmurinn sem mun umlykja þig mun létta á streitu og spennu og þú ert tilbúinn í daginn.

Ekki að ástæðulausu sem Forn-Rómverjar og Grikkir trúðu á lækningamátt laufanna og notuðu jurtina til að vinna gegn ýmsum sjúkdómum. Nútímarannsóknir benda til þess að jurtin hafi róandi áhrif og geti einnig virkað sem verkjastillandi, bólgueyðandi og dregið úr flensueinkennum og geri aðrir betur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert