Gin og tonic fellur eflaust seint úr gildi og því ekki að nota það í baksturinn heima – til dæmis í nýbakaðri sandköku með glassúr?
Sandkaka með gini og tonic
- 100 g mjúkt smjör
- 200 g sykur
- 3 egg
- 200 g hveiti
- 1 tsk. lyftiduft
- 1 lime
- ½ dl gin
Glassúr:
- 200 g flórsykur
- 3 msk. tonic
- 2 msk. gin
- 1 lime
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°.
- Pískið smjör og sykur þar til blandan verður loftkennd og hvít. Pískið eggin út í, eitt í einu.
- Sigtið hveitið og lyftiduftið út í deigið. Skolið lime og rífið börkinn fínt út í deigið með rifjárni. Bætið við gini og blandið vel saman.
- Komið deiginu í smurt form eða klæðið það með bökunarpappír.
- Bakið kökuna fyrir miðjum ofni í 45-50 mínútur. Notið bökunarnál í miðja köku til að kanna hvort hún sé tilbúin, ef það situr ekki deig eftir á nálinni, þá er hún tilbúin. Látið kólna á grind.
- Takið kökuna úr forminu.
- Hrærið flórsykri saman við gin og tonic þar til glassúrinn verður þykkur. Búið til lítil göt í kökuna og dreifið glassúrnum yfir.
- Rífið niður börkinn af lime og stráið yfir glassúrinn.