Hlutir sem mega alls ekki fara í uppþvottavélina

Það eru ýmsir hlutir sem eiga ekki heima í uppþvottavélinni.
Það eru ýmsir hlutir sem eiga ekki heima í uppþvottavélinni. mbl.is/Shutterstock

Það eru eflaust margir eins og við sem henda öllu inn í uppþvottavélina til að auðvelda daginn. Sumt á einfaldlega ekki erindi þar eins og gamla kaffistellið frá ömmu með gyllingunni og nokkrir aðrir hlutir sem við tókum saman.

  1. Vatnsbrúsar og lok úr plasti eiga það til að breyta um lögun eftir þvott. Það er kannski ekki að ástæðulausu að vatnsbrúsar séu undir kalt vatn en ekki heitt eins og það getur orðið í uppþvottavélinni.
  2. Járnpottar og -pönnur eru húðuð olíu til að koma í veg fyrir að þau ryðgi og eiga því ekkert erindi í uppþvottavélina.
  3. Beittir hnífar, þá kjöt- og grænmetishnífar og sax. Það fer illa með fínu „kokkahnífana“ að leggjast í uppþvottavélina og fá skrúbb.
  4. Viðarbretti eiga ekkert erindi í uppþvottavél því viðurinn á það til að gliðna út.
  5. Tvöfaldir hitabollar, eins og maður tekur með sér á hlaupum út í bíl eða á völlinn eru ekki vinsælir í vélina. Jafnvel þótt það standi á þeim „Dishwasher safe“. Þar sem bollarnir eru tvöfaldir getur vatn runnið á milli og með tímanum ferðu að finna óþægilega lykt sem þú losnar aldrei við nema henda bollanum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert