Sætkartöflusalat með feta

Ofurgirnilegt sætkartöflusalat með fetaosti og dressingu.
Ofurgirnilegt sætkartöflusalat með fetaosti og dressingu. mbl.is/Parker Feierbach

Þetta kartöflusalat eru svo geggjað nýbakað úr ofninum. Og ef um afganga er að ræða má vel njóta þess einum til tveimur dögum seinna – þá er jafnvel hægt að bæta við spínatblöðum og setja í vefju.

Sætkartöflusalat með feta (fyrir 6)

  • 3 stórar sætar kartöflur, hýddar
  • 1 lítill rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 2 msk. ólífuolía
  • Maldon-salt
  • Pipar
  • ½ bolli þurrkuð trönuber
  • 1 krukka fetaostur
  • Steinselja

Dressing:

  • 2 msk. eplaedik
  • 1 msk. dijonsinnep
  • 1 msk. hunang
  • ½ tsk. cumin (broddkúmin)
  • ¼ tsk. paprikuduft
  • ¼ bolli ólífuolía

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200° og setjið bökunarpappír á bökunarplötu. Skrælið og skerið kartöflurnar í litla bita og veltið upp úr olíu og rauðlauk. Saltið og piprið.
  2. Dreifið vel úr kartöflublöndunni á bökunarplötunni og bakið í 20 mínútur eða þar til mjúkar í gegn. Leyfið kartöflunum að kólna í 10 mínútur og setjið í stóra skál og byrjið á dressingunni.
  3. Dressing: Pískið saman ediki, sinnepi, hunangi og kryddum. Bætið ólífuolíunni við rólega og haldið áfram að hræra í á meðan. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Blandið nú dressingunni saman við kartöflurnar og bætið við trönuberjum, fetaosti og steinselju og berið fram.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert