Bleikasti og einfaldasti eftirrétturinn

mbl.is

Nú er október og öll eigum við að vera eins bleik og við getum. Það á líka við um hvað við borðum og hér gefur að líta eftirrétt sem landsmenn elska. Bæði er hann bragðgóður, vandræðalega einfaldur auk þess sem hann hefur verið hluti af borðhaldi þjóðarinnar svo lengi sem elstu menn muna. 

Ég er að sjálfsögðu að tala um hinn eina sanna Royal-búðing en jarðarberjabúðingurinn er í senn það bleikasta og fallegasta sem hægt er að bjóða upp á í október. Að auki tekur það ekki nema 37 sekúndur að undirbúa réttinn sem upptekið fólk fagnar!

Bleikasti og einfaldasti eftirrétturinn

  • Jarðarberja Royal-búðingur
  • 2 dl rjómi
  • 3 dl nýmjólk

Með því að nota rjóma á móti mjólk verður búðingurinn þykkari.

Skreytið með ykkar uppáhaldsberjum og rjóma.

Hér er búið að setja búðinginn í martini-glas og hrúga …
Hér er búið að setja búðinginn í martini-glas og hrúga vel af berjum og rjóma yfir. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert