Bleikasti og einfaldasti eftirrétturinn

mbl.is

Nú er októ­ber og öll eig­um við að vera eins bleik og við get­um. Það á líka við um hvað við borðum og hér gef­ur að líta eft­ir­rétt sem lands­menn elska. Bæði er hann bragðgóður, vand­ræðal­ega ein­fald­ur auk þess sem hann hef­ur verið hluti af borðhaldi þjóðar­inn­ar svo lengi sem elstu menn muna. 

Ég er að sjálf­sögðu að tala um hinn eina sanna Royal-búðing en jarðarberja­búðing­ur­inn er í senn það bleik­asta og fal­leg­asta sem hægt er að bjóða upp á í októ­ber. Að auki tek­ur það ekki nema 37 sek­únd­ur að und­ir­búa rétt­inn sem upp­tekið fólk fagn­ar!

Bleikasti og einfaldasti eftirrétturinn

Vista Prenta

Bleik­asti og ein­fald­asti eft­ir­rétt­ur­inn

  • Jarðarberja Royal-búðing­ur
  • 2 dl rjómi
  • 3 dl nýmjólk

Með því að nota rjóma á móti mjólk verður búðing­ur­inn þykk­ari.

Skreytið með ykk­ar upp­á­halds­berj­um og rjóma.

Hér er búið að setja búðinginn í martini-glas og hrúga …
Hér er búið að setja búðing­inn í mart­ini-glas og hrúga vel af berj­um og rjóma yfir. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert