Það besta við góðar eggjakökur er hvað þær eru auðveldar í framkvæmd og halda maganum mettum í langan tíma. Eggjakaka, eða „frittata“ eins og Ítalir kalla hana, er matreidd á pönnu og líka í ofni sem gerir réttinn extra fullkominn.
Eggjakaka með beikoni og aspas
- 350 g beikon
- 2 bollar ferskur aspas, skorinn í bita
- 1 bolli laukur, saxaður
- 2 stór hvítlauksrif, smátt skorin
- 10 stór egg, létt pískuð
- ¼ bolli steinselja, smátt skorin
- ½ tsk. salt
- ¼ tsk. pipar
- 1 stór tómatur, skorinn í þunnar sneiðar
- 1 bolli cheddar-ostur
Aðferð:
- Takið fram pönnu sem þolir að fara í ofn.
- Steikið beikon á pönnu og látið fituna leka af á pappír. Ekki hella allri fitunni af pönnunni, skiljið eins og 1 msk. eftir. Steikið þá aspas, lauk og hvítlauk upp úr beikonfitunni þar til laukurinn er orðinn mjúkur.
- Skerið beikonið í litla bita en takið einn þriðja til hliðar og restin fer í skál ásamt eggjum, steinselju, salti og pipar.
- Hellið eggjablöndunni á pönnuna á meðalhita og hrærið í. Raðið tómatsneiðum yfir ásamt ostinum og restinni af beikoninu. Setjið lok á pönnuna eða álpappír og leyfið réttinum að malla í 10-15 mínútur eða þar til eggin eru næstum tilbúin. Þá fer pannan í 2 mínútur inn í heitan ofn á grill, þar til rétturinn hefur tekið lit. Berið fram strax.