Sesarsalat letingjans

Einfalt og brakandi ferskt salat með heimagerðum brauðteningum.
Einfalt og brakandi ferskt salat með heimagerðum brauðteningum. mbl.is/Bonappetit

Það er kannski ekki sann­gjarnt að kalla þetta „sal­at let­ingj­ans“ en það er það engu að síður. Hér færðu hinn full­komna grunn að góðu ses­ar­sal­ati eða byrj­un á frá­bærri máltíð með því að bæta t.d. kjúk­lingi við upp­skrift­ina.

Sesarsalat letingjans

Vista Prenta

Ses­ar­sal­at let­ingj­ans

  • ½ brauð, t.d. súr­deigs­brauð
  • Ólífu­olía
  • Sjáv­ar­salt
  • Pip­ar
  • Hvít­lauksrif
  • 1 pakki an­sjó­s­ur í olíu
  • 2 msk. dijon-sinn­ep
  • 2 msk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 2 msk. Hell­mann´s maj­ónes
  • Nýrif­inn par­mes­an-ost­ur
  • Sal­at­blöð, romain lettuce eða annað blandað sal­at

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 220°. Rífið inn­an úr brauðinu litla mola (ekki skorp­una með) og setjið í skál. Setjið ca. 3 msk. af ólífu­olíu yfir og saltið og piprið. Blandið vel sam­an við brauðið og setjið á bök­un­ar­plötu. Hitið í ofni í 10-12 mín­út­ur og veltið aðeins brauðmol­un­um inn á milli.
  2. Saxið hvít­lauk­inn mjög smátt eða rífið hann niður. Takið eina an­sjó­su og maukið hana aðeins niður og setjið út í með hvít­laukn­um ásamt sinn­epi, sítr­ónusafa og maj­ónesi. Hrærið vel sam­an.
  3. Blandið því næst 1/​3 bolla af ólífu­olíu hægt út í blönd­una en ekki hætta að hræra í á meðan.
  4. Rífið niður sal­at­blöð og blandið þeim út í dress­ing­una og veltið þeim upp úr. Saltið og piprið.
  5. Bætið við rifn­um par­mes­an-osti og hluta af brauðten­ing­un­um og blandið vel sam­an.
  6. Setjið sal­atið á disk og dreifið meiri par­mes­an og brauðten­ing­um yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert