Dijon-sinnep - hver er galdurinn?

Hið heimsfræga Dijon-sinnep er gullinbrúnt á litinn.
Hið heimsfræga Dijon-sinnep er gullinbrúnt á litinn.

Ein af þekkt­ari afurðum Frakk­lands er hið bragðmikla og æsispenn­andi sinn­ep sem í dag­legu tali kall­ast Dijon-sinn­ep. Flest eig­um við krukku eða tvær í ís­skápn­um, sum­ir kom­ast vart í gegn­um máltíð án þess en hvað er eig­in­lega svona merki­legt við þetta bragðsterka sinn­ep?

Sinn­epið er skírt í höfuðið á bæn­um Dijon í Búrg­úndí­héraði í Frakklandi en þar sló hjarta sinn­eps­fram­leiðslunn­ar í Frakklandi á miðöld­um. Sinn­epið var fyrst notað árið 1336 en sló í gegn árið 1856 þegar Jean Naigeon frá Dijon skipti út ed­iki fyr­ir vín­berja­safa, sem gerður var úr óþroskuðum vín­berj­um og því afar súr. 

Dijon-sinn­ep er ákaf­lega vin­sælt um heim all­an og Dijonaise er jafn­framt að verða nokkuð vin­sælt en þá er sinn­ep­inu blandað sam­an við maj­ónes. 

Hægt er að gera sitt eigið sinn­ep en upp­skrift­in er svohljóðandi: 

Dijon-sinnep - hver er galdurinn?

Vista Prenta

Heima­gert Dijon-sinn­ep

  • 1 1/​2 bolli hvít­vín
  • 1/​2 bolli hvít­vín­se­dik
  • 1 bolli vatn
  • 1 lauk­ur, saxaður
  • 2 hvít­lauks­geir­ar, maukaðir
  • 1 bolli gul sinn­eps­fræ
  • 1/​4 bolli sinn­eps­duft
  • 1 msk. hvít­lauks­duft
  • 1 tsk. salt

Aðferð:

Setjið hvít­vín, vatn, lauk og hvít­lauk í pott. Látið suðuna koma upp,  lækkið und­ir og látið malla í 10 mín­út­ur. Takið af hell­unni og kælið að stofu­hita. Síið blönd­una í gegn­um fínt sigti og pressið lauk­inn og hvít­lauk­inn vel til að ná öll­um vökv­an­um. Hendið laukn­um og hvít­laukn­um. 

Blandið vökv­an­um sam­an við sinn­eps­fræ­in, sinn­epskryddið, hvít­lauks­duftið og salt í stóra krukku. Látið standa við stofu­hita í 24-28 klukku­stund­ir. 

Hellið blönd­unni í bland­ara og maukið uns áferðin er orðin krem­kennd. Setjið þá í pott og látið suðuna koma upp. Lækkið und­ir og látið malla uns bland­an er orðin svo þykk að enn er hægt að hella henni en naum­lega þó, eða í 10 mín­út­ur.  

Þegar sinn­epið er sett í krukk­ur skal gæta þess vel að ekki séu loft­ból­ur í sinn­ep­inu. Geymið krukk­urn­ar á köld­um stað en það geym­ist í allt að þrjá mánuði. 

Arn­ald­ur Hall­dórs­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert