Veitingastaðurinn Fjalakötturinn í Aðalstræti hefur lokað dyrunum tímabundið fyrir almenna umferð en mun áfram sinna morgunverði fyrir gesti hótelsins. Að sögn Óskars Finnssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Íslandshótela sem eiga staðinn, er þó eingöngu um tímabundna lokun að ræða.
<span>„Við ætlum að ráðast í breytningar á staðnum og breyta honum talsvert.<span> </span></span><span>Meðal annars er verið að skoða þann möguleika að setja nýjan inngang<span> </span></span><span>á staðinn þannig að öll aðkoma verði enn betri. Það mun gjörbreyta staðnum að viðskiptavinir okkar hafi aðgengi af götunni í stað þess að þurfa að ganga inn í gegnum hótelið. Aðalstrætið er ein skemmtilegasta gata borgarinnar og þessi breyting mun auka enn á lífið í götunni. Það eru því spennandi tímar fram undan enda gríðarleg gróska í miðborginni og fjölbreytt úrval fyrir gesti og gangandi,“ segir Óskar en Fjalakötturinn er staðsettur á Hótel Reykjavík Centrum en þar er jafnfamt að finna veitingastaðinn Uppsali<span> </span></span><span>sem er opinn frá kl. 11 til 23 alla daga þannig að gestir hótelsins og aðrir finna lítið fyrir þessari tímabundnu breytingu. </span> <span><span>„Það má því segja að veitingastaðurinn sé lagstur í dvala en opni aftur með vorinu enn betri.“</span></span>