Þessi pizza er svo ljúffeng að þú munt gera hana aftur og aftur. Í raun má nota hvað sem er á svokallaðar tortilla pizzur sem eru öðruvísi nálgun á hinar klassísku brauðpizzur.
Tortilla pizza með bollum og cheddar (fyrir 4)
- 4 dl sýrður rjómi
- 2 stór hvítlauksrif
- Salt og pipar
- 200 g nautahakk
- 10 jalapenjó
- 100 g cheddar ostur, rifinn
- 4 tortilla kökur
- ½ laukur, skorinn í hringi
- ¼ iceberg salat
- Kóríander og jafnvel púrrlaukur
Aðferð:
- Blandið sýrðum rjóma við pressaðan hvítlauk og púrrlauk. Smakkið til með salti og pipar.
- Blandið nautahakki saman við salt, pipar og grófhakkað jalapenjó (geymið smávegis af jalapenjóinu þar til seinna). Formið hakkið í litlar kjötbollur og steikið á pönnu.
- Smyrjið sýrða rjóma blöndunni á tortilla kökurnar og stráið cheddar osti yfir, kjötbollum, laukhringjum og jalapenjó.
- Bakið pizzurnar í ofni við 200° í sirka 7 mínútur. Berið fram með salati, dressingu og ferskum kryddjurtum – og stráið restinni af jalapenjóinu yfir.