Í hverju felst hamingjan? Kannski í humarloku sem þessari sem mun kæta bragðlaukana. Stundum þarf ekkert að flækja hlutina of mikið og gæða sér á einhverju sem færir manni gleði.
Hamingja í humarloku
- 1 bolli sellerí, saxað
- 1/3 bolli Hellmann´s majónes
- 2 msk. sítrónusafi
- ½ tsk. dill
- 4 humarhalar, steiktir á pönnu og skornir í litla bita
- Brauð að eigin vali, t.d. gott rúnstykki eða croissant.
Aðferð:
- Blandið saman í skál, sellerí, majónesi, sítrónusafa og dilli. Bætið humrinum varlega út í og blandið vel saman. Smyrjið brauðið og berið fram.
Humar á það til að gleðja.