Er sunnudagshefðin lambalæri og kartöflur á gamla vísu eða er landinn dottinn úr hefðinni? Sama hvort það er hefð eður ei, við erum alltaf til í safaríkt lambalæri sem þetta með grænmeti, kartöflum og nóg af hvítlauk.
Sunnudagslamb með grænmetisgotti
- Lambalæri
- 10 hvítlauksrif
- 16 rósmaríngreinar
- ½ rauður chili
- 20 litlar kartöflur
- 1 salat laukur
- 2 stórar gulrætur
- ½ fennika
- Flögusalt
- Pipar
- Ólífuolía
Aðferð:
- Leggið lambalærið í stórt eldfast fat eða djúpa ofnskúffu klætt bökunarpappír.
- Skerið rákir í kjötið, nægilega djúpar til að koma hvítlauk, rósmarín og chili þar fyrir.
- Skerið hvítlauksrifin til helminga og chili í skífur. Stingið hvítlauk, rósmarín og chili ofan í rákirnar á kjötinu. Geymið samt eitthvað til að leggja við hlið kjötsins.
- Hitið ofninn í 200°.
- Hreinsið kartöflurnar, skerið laukinn í báta og gulræturnar í þykk strá. Skerið fenniku í litla munnbita. Dreifið nú kartöflum, lauk, gulrótum, fenniku, hvítlauk, rósmarín og chili í kringum kjötið.
- Saltið og piprið kjöt og grænmeti og hellið ólífuolíu yfir allt saman.
- Eldið í 1½ tíma eða þar til kjötið er tilbúið.
- Leyfið kjötinu aðeins að standa áður en það er borið fram.
Lambalæri með rósmarín, hvítlauk og grænmeti – allt sem þú þarft á einni helgi.
mbl.is/Jesper Glyrskov