Ofnbakaður lax með mögnuðu meðlæti

Dásemdar fiskur með mögnuðu meðlæti.
Dásemdar fiskur með mögnuðu meðlæti. mbl.is/einntveir.is

Það er við hæfi að hefja vikuna með þessum dásamlega rétti sem tikkar í öll box hvað varðar bragð og almenn skemmtilegheit. Hér erum við ekki bara með lax - þó einn og sér væri hann mikið meira en nóg. Það sem gerir þennan rétt svo sérlega spennandi er meðlæti en serranovafinn aspas og gráðostasósa er samsetning sem tekur máltíðina upp á næsta stig.

Uppskriftin var fengin úr herbúðum Einn, tveir og elda og ætti því að standa fyrir sínu. 

Ofnbakaður lax með serrano vöfðum aspas og gráðostasósu

  • 400 gr lax
  • 100 gr aspas
  • 4 sneiðar serrano skinka
  • 100 ml gráðostasósa
  • 50 gr salat
  • 50 gr sveppir
  • Salt og pipar
  • Ólífuolía

Leiðbeiningar:

  1. Hitið ofninn í 180°c og stillið á blástur.
  2. Hitið ofninn í 180°c. Vefjið aspasnum í serrano skinku og raðið í eldfast mót eða á ofnskúffu með smá olíu. Bakið í um það bil 15 mínútur. Hitið 2 msk af ólífuolíu á pönnu og brúnið laxinn í um það bil mínútu á hvorri hlið. Færið hann síðan í eldfast mót og bakið í 15-20 mínútur eða þar til fulleldaður. 
  3. Skerið sveppina niður í sneiða eða báta og steikið á vel heitri pönnu upp úr 2 msk af ólífuolíu í um það bil 5 mínútur. Kryddið til með salti og pipar eftir smekk.
  4. Rífið salat niður í skál og dreifið sveppunum vel yfir salatið.
  5. Berið laxinn fram ásamt serrano vafða aspasnum, salatinu og gráðostasósunni. Njótið vel!​
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka