Það eru fáir sem ég þekki sem taka lífstílinn jafn alvarlega og af jafn miklum heilindum og útvarpsdrottningin Kristín Sif Björgvinsdóttir sem sér nú um að vakna með þjóðinni í morgunþætti K100.
Frá því að ég kynntist henni hefur hún ferðast um með sínar eigin matarbirgðir og sjálfsagt borðar hún meira en flestir sem ég þekki en er um leið í stjarnfræðilega góðu formi. Það var því ekki annað hægt en að fá hana til að setja saman vikumatseðilinn að þessu sinni og eins og venjuleg þá klikkar Kristín ekki.
Mánudagur
Mikilvægt að byrja vikuna með góðum og hollum rétt sem gefur mikla góða orku i kroppin.
Þriðjudagur
Nýupptekið smælki á haustinn, silungur og ferskar kryddjurtir. Gerist ekki betra en það.
Miðvikudagur
Uppáhaldið mitt er að borða morgunmat í kvöldmat. Egg og avókadó er eitt það besta sem ég fæ.
Fimmtudagur
Skemmtilegt að elda með krökkunum og þau elska bæði Mexikóskan mat. Svo að þetta er frábær máltíð og fjölskyldufjör á fimmtudegi.
Föstudagur
Er þetta ekki bara basic að föstudagar eru pizzudagar og mér finnst svo geggjað að prufa allskonar ný álegg.
Laugardagur
Pottréttir eru æði ef maður eyðir góðum tíma í að búa þá til og þessvegna er gott að nota laugardag í að gera geggjaðan pottrétt með fullt af ást og umhyggju.
Sunnudagur
Einföld steik sem maður þarf ekkert að vera að vesenast með er besta sem eg veit. Er ekki einfalt alltaf best?