Eggsteiktar núðlur með nautastrimlum, papriku og hoisin-sósu

mbl.is/einntveir.is

Þessi einfaldi réttur er í uppáhaldi hjá mörgum enda bæði afskaplega bragðgóður auk þess sem hann er merkilega einfaldur. 

Hann kemur úr smiðju Einn, tveir og elda og stendur sannarlega fyrir sínu. 

Eggsteiktar núðlur með nautastrimlum, papriku og hoisin-sósu

  • 200 gr. núðlur
  • 200 gr. nautakjöt
  • 1 rauðlaukur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 1 paprika
  • 100 ml hoisin-sósa
  • 1 egg

Það sem þú þarft að eiga: Salt, pipar og ólífuolía.

Það sem þarf að hafa við höndina: Bretti, hnífur og panna. Gott er að lesa vel yfir uppskriftina áður en byrjað er að elda. Helstu ofnæmisvaldar: núðlur (hveiti).

Til að tryggja ferskleika hráefnisins mælum við með að elda réttina í eftirfarandi röð:

Fyrst fisk, síðan kjúkling og loks kjöt.

Geymið hráefnin í kæli og skolið grænmeti fyrir notkun.

Allar uppskriftir geta innihaldið snefil af hnetum.

Leiðbeiningar

  1. Hitið 500 ml af vatni í potti að suðu ásamt 1 tsk. af salti. Bætið núðlunum út í og sjóðið í 3-4 mínútur, sigtið síðan núðlurnar frá vatninu. Gott er að renna smá köldu vatni á núðlurnar til að koma í veg fyrir að þær klístrist saman.
  2. Skerið rauðlauk og papriku í strimla og grófsaxið hvítlauk.
  3. Hitið 2 msk. af olíu á pönnu og steikið hvítlaukinn í um það bil mínútu eða þar til gylltur.
  4. Bætið nautastrimlunum, paprikunni og rauðlauknum út á pönnuna og steikið í 2-4 mínútur, bætið þá egginu út á pönnuna og hrærið vandlega saman.
  5. Að lokum skal bæta núðlunum og hoisin-sósunni út á pönnuna og hræra létt saman í 2 mínútur. Njótið vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert