Hvar eigum við að byrja? Þessi kaka nær út fyrir öll mörk og mun veita öllum Oreo-unnendum ómælda ánægju. Ostakaka sem þú munt aldrei gleyma og er klárlega fyrir alla nautnaseggina þarna úti.
Oreo-ostakaka með súkkulaðimús
Kexbotn
- 200 g Oreo
- 100 g smjör, bráðið
Rjómaostakrem
- 400 g rjómaostur
- 120 g flórsykur
- Korn úr 2 vanillustöngum
- ½ l rjómi
- 2 msk. sítrónusafi
- Oreo-kex, grófhakkað
Súkkulaðimús
- 3 blöð af gelatín
- 300 g súkkulaði
- 2 msk. smjör
- 4 eggjarauður
- 6 dl rjómi
Skraut
- 2 dl rjómi
- 100 g Oreo, hakkað
- 10 stk. (sirka) Oreo
- Fersk hindber eða önnur ber
Aðferð:
Kexbotn
- Hakkið Oreo-kexið fínt í matvinnsluvél. Bræðið smjörið og blandið vel saman við kexið. Hellið kexblöndunni í smelluform (23 cm). Pressið vel niður í botninn og setjið formið í kæli á meðan þú gerir ostakremið.
Rjómaostakrem
- Pískið rjómaost, vanillu, flórsykur og sítrónusafa í skál. Pískið rjómann í annarri skál. Blandið rjómanum við ostakremið og setjið grófhakkaða Oreo-kexið út í. Klæðið smelluformið með kökuplasti (notað til að halda kökunni sléttri og beinni) og smyrjið rjómaostakreminu á kexbotninn. Setjið aftur í kæli.
Súkkulaðimús
- Leggið gelatínið í kalt vatn. Bræðið smjör og súkkulaði í skál yfir vatnsbaði. Hitið 2 dl af rjóma upp að suðu í öðrum potti. Takið smjörið og súkkulaðið af hitanum þegar það er bráðið og bætið heita rjómanum út í og pískið saman. Setjið gelatínið út í súkkulaði- rjómablönduna. Pískið því næst eggjarauðunum út í og látið kólna. Pískið 4 dl af rjóma og blandið því varlega út í súkkulaði- rjómablönduna. Hellið súkkulaðimúsinni yfir ostakremið og setjið kökuna aftur í kæli, í minnsta kosti 6 tíma eða yfir nótt.
Skraut
- Þeytið rjómann og blandið hökkuðu Oreo-kexi út í. Setjið rjómann í sprautupoka. Takið kökuna úr smelluforminu og kökuplastinu og skreytið kökuna með Oreo-rjóma, berjum og heilum Oreo-kexkökum.
Ostakökudraumur með Oreo-orgíu.
mbl.is/Frederikke Wærens