Heimabakað vínarbrauð með marsípani

Tilvalið að skella í eitt ilmandi vínarbrauð um helgina.
Tilvalið að skella í eitt ilmandi vínarbrauð um helgina. mbl.is/Chris Tonnesen

Leiðindarveður kallar á dekur í eldhúsinu. Við erum dottin inn í tímann þar sem heitt kakó með rjóma er nánast alltaf á boðstólnum – líka vínarbrauð sem þetta með marsípankremi.

Heimabakað vínarbrauð með marsípani

  • 2½ dl rjómi
  • 50 g ger
  • 2 eggjarauður
  • 4 msk. sykur
  • Salt á hnífsoddi
  • 500 g hveiti

Appelsínukrem

  • 150 g marsípan
  • 75 g flórsykur
  • 100 g mjúkt smjör
  • Börkur af appelsínu, rifinn
  • 1 egg, til að pensla
  • Hakkaðar möndlur
  • Perlusykur

Aðferð:

  1. Hitið rjómann (ekki að suðu) og setjið í skál. Sáldrið gerinu yfir. Setjið eggjarauðurnar út í og hrærið þar til gerið hefur leyst upp.
  2. Blandið saman sykri, salti og hveiti. Bætið við rjómablöndunni og hnoðið þar til deigið er mjúkt. Leyfið því að hvíla þar til það hefur tvöfaldað stærðina, um það bil 1 klukkustund. Búið til kremið á meðan.
  3. Rífið marsipanið gróflega með rifjárni í skál og bætið því næst restinni af hráefnunum út í. Hrærið allt saman þar til blandan verður mjúk.
  4. Rúllið deiginu út í ferhyrning, 80x15 cm og skerið svo til helminga (2x 40x15 cm). Setjið kremið í miðjuna á báðum helmingunum og brjótið báðar hliðar inn að miðju, þannig að 1 cm í miðjunni er opinn. Passið að það sé aðeins brett upp á endana þannig að kremið leki ekki út á meðan þau bakast.
  5. Leggið stykkin hlið við hlið á bökunarpappír á bökunarplötu. Penslið stangirnar með pískuðu eggi og dreifið hökkuðum möndlum og perlusykri yfir.
  6. Bakið við 200° í 20-25 mínútur, þar til stykkin hafa náð gylltum lit og eru bökuð í gegn.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert