Þóra Sigurðardóttir
Meistarakokkarnir á Le Bistro á Laugaveginum kunna að reiða fram kræsingar eftir kúnstarinnar reglum. Við fengum þá til að deila með okkur einni af sínum vinsælustustu uppskriftum, sem ætti eflaust að gleðja marga. Hin fullkomna haustmáltíð myndu margir segja og það má taka heilshugar undir það.
Lambaskankar á Le Bistro
Uppskrift fyrir fjóra
Lambaskankar
Meðlæti
Sósa:
Fyrst skal undirbúa lambaskankana.
Hitið ofninn í 200° C. Þegar ofninn hefur náð þeim hita skal setja lambaskankana í bökunarform og baka þar til þeir ná brúnum lit. Þegar því er náð skal bæta lambasoðinu við og elda í eina klukkustund.
Meðlætið:
Skerið kartöflurnar, laukinn og beikonið í 2 cm bita. Bætið andafitunni, timjan, salti og pipar saman við. Blandið vel saman með höndunum. Eldið í 45 mínútur í ofninum á 200° C.
Eldið sósuna:
Þegar lambaskankarnir eru eldaðir, takið þá upp úr soðinu. Hellið lambasoðinu í pönnu og sjóðið, bætið hvítlauknum og ferskri steinselju saman við og blandið saman. Undirbúið maizena með vatni og hellið því út á pönnuna með soðinu til þess að þykkja sósuna.
Framsetning:
Setjið meðlætið á diskinn og lambaskankana ofan á, hellið sósunni vel yfir og dreifið smá ferskri steinselju yfir.
Et voilà!