Mergjað meðlæti: Hvítlauks parmesan kartöflubátar

Meðlæti, meðlæti, meðlæti... mögulega það mikilvægasta í hverri máltíð og ekki af ástæðulausu. Þessir kartöflubátar eru mögulega það snjallasta (og bragðbesta) sem hefur rekið á fjörur okkar lengi og eru eiginlega skylduréttur í næstu almennilegu kvöldmáltíð. 

Hvítlauks parmesan kartöflubátar með sjávarsalti, uppskrift:

  • 4 stk bökunarkartöflur
  • 2 msk ólífuolía
  • 2 tsk sjávarsalt
  • 2 tsk hvítlaukskrydd
  • 2 tsk oregano
  • 2 dl rifinn parmesan ostur
  • Sjávarsalt
  • Allioli sósa
  • Timjan

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 190ºC
  2. Skerið kartöflunar langsum í báta og setjið í stóra skál.
  3. Hellið ólífu olíu yfir kartöflurnar.
  4. Setjið salt, hvítlaukskrydd og oreganó í skálina og blandið öllu vel saman.
  5. Raðið kartöflubátunum á ofnskúffu og dreifið parmesan osti yfir.
  6. Bakið í 25-35 mín.
  7. Dreifið allioli sósu yfir kartöflubátana ásamt salti og fersku timjan.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka