Ómótstæðileg haustsúpa sem nærir sálina

mbl.is/Delish
Góð súpa er gulli betri og þessi hér er í senn ákaflega bragðgóð og nærandi. Að auki þarf hún smá tíma til að malla þannig að ilminn leggur yfir heimilið og kemur öllum í gott skap.
Ómótstæðileg haustsúpa sem nærir sálina
  • 1 msk. grænmetisolía
  • 2 shallot-laukar, saxaðir
  • 2 msk. smátt saxað engifer
  • 1 msk. karrýduft
  • 600 g gróft skorið rótargrænmeti (í uppskriftina er notað grasker en það er ekki alltaf hægt að fá það hérlendis)
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 dós niðursoðnir tómatar, skornir í bita. Hellið vökvanum burt.
  • 350 g blómskál
  • 6 bollar soðin hrísgrjón
  • Kóríander lauf  til skreytinga
Aðferð:
  1. Hitið olíu í stórum potti. Setjið shallot-lauk, engifer og karrýduft í hann og hrærið í 5 mínútur eða svo.
  2. Bætið þá við rótargrænmetinu, kókosmjólk, tómötum og teskeið af salti. Setjið lokið á og látið sjóða í 15 mínútur. Takið þá lokið af og bætið við blómkáli. Sjóðið í 15 mínútur til viðbótar eða þar til grænmetið er orðið gegnsoðið.
  3. Setjið þá hrísgrjónin saman við. Skreytið með kóríander og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert