Góð ráð til að forðast flensu

Flensan mun eflaust ná okkur fyrr en síðar, en það …
Flensan mun eflaust ná okkur fyrr en síðar, en það má reyna að komast hjá því. mbl.is/Shutterstock

Það eru ef­laust ein­hverj­ir bún­ir að taka út veik­indi þessa dag­ana og varla hjá því kom­ist á þess­um árs­tíma. Það eru nokk­ur atriði sem auðvelt er að hafa í huga heima fyr­ir til að fyr­ir­byggja að flens­an yf­ir­fær­ist á rest­ina af heim­il­is­fólk­inu.    

  • Þvoið hend­urn­ar. Þvoið vel á ykk­ur hend­urn­ar og ef það er ein­hver á heim­il­inu sem er veik­ur er gott ráð að þurrka af hand­fang­inu á kran­an­um reglu­lega.
  • Ef smá­börn eru á heim­il­inu er ráðlegt að þurrka af dót­inu þeirra með sótt­heins­andi klút­um. Sér­stak­lega af þeim leik­föng­um sem eiga það til að fara beint upp í munn­inn hjá minnstu kríl­un­um.
  • Lykla­borð og tölvu­mýs eru full­ar af bakt­erí­um, heima og í vinn­unni. Al­veg nauðsyn­legt að þrífa það reglu­lega hvort sem þú vilt forðast veik­indi eða ekki.
  • Gott ráð er að þurrka af slökkvur­um, hand­fang­inu á ís­skápn­um og hurðar­hún­um – og þá helst dag­lega ef ein­hver er veik­ur heima.
Ágætisráð er að þurrka af krananum reglulega ef einhver er …
Ágæt­is­ráð er að þurrka af kran­an­um reglu­lega ef ein­hver er veik­ur á heim­il­inu. mbl.is/​Shutter­stock
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert