Þetta er kannski ekki klassíska uppskriftin að svínalund í rjómasósu því hér er eplum bætt út í og gefa alveg nýjan keim í réttinn sem þó inniheldur ennþá beikon og sveppi.
Svínalund í sósubaði með beikoni og eplum
- 1 svínalund
- 1 msk. smjör eða olía
- 100 g beikon
- 2 laukar
- 250 g sveppir
- 2 rauð epli
- 2½ dl matvinnslurjómi
- 2 stór hvítlauksrif
- 1 búnt af steinselju
Annað:
Aðferð:
- Fjarlægið ef til vill sinar af lundinni og skerið hana í 2 cm þykkar skífur.
- Hitið smjör á pönnu og steikið kjötið við háan hita á báðum hliðum. Leggið kjötið til hliðar á disk.
- Skerið beikon, hakkið laukinn og steikið á pönnu. Skerið sveppina niður og setjið út á pönnuna.
- Skerið eplin í skífur og blandið þeim ásamt kjötinu saman við hráefnin á pönnunni. Bætið við rjómanum og pressuðum hvítlauk og leyfið aðeins að sjóða. Leyfið blöndunni að malla í 5 mínútur og smakkið til með salti og pipar. Blandið ef til vill vatni út í ef sósan er aðeins of þykk.
- Skerið kálið í strimla og setjið í pott með 1 dl vatni og smávegis af salti. Leyfið að gufusjóða í 5 mínútur þar til kálið er orðið mjúkt. Hellið þá vatninu af pottinum og setjið kálið í fat. Hellið réttinum yfir og dreifið saxaðri steinselju yfir. Berið fram með hrísgrjónum.