Fljótlegt cannelloni með rjómaosti, kjúklingi og basil

mbl.is

Cannelloni er dásamlega gott en það er ansi seinlegt að fylla cannelloni (ítölsk pastarör) með fyllingunni. Því má vel bregða á það ráð að nota heilar ferskar lasagna-plötur og fylla nokkur stór pastarör í stað margra lítilla. Svo er ferskt pasta alltaf betra! Slíkar plötur fást í kælum flestra stórmarkaða.

Fljótlegt cannelloni með rjómaosti, kjúklingi og basil

  • 1 pakki ferskar lasagna-plötur 
  • 300 g kotasæla 
  • 200 g rjómaostur (philadelphia eða þessi blái frá MS)
  • 200 g spínat 
  • 300 g eldaður kjúklingur – kryddaður með kjúklingakryddi t.d. frá Pottagöldrum
  • 3 hvítlauksrif 
  • 1 laukur
  • 1 msk. ólífuolía
  • 1 búnt fersk basilíka, söxuð
  • Góð pastasósa – heimagerð eða 1 stór krukka keypt (um 400 g)
  • 2 dl rifinn parmesan-ostur 
  • salt 
  • pipar

Aðferð:

  1. Steikið laukinn og hvítlaukinn upp úr olíu. Þegar hann er orðinn mjúkur er spínatinu bætt við og það steikt uns mjúkt. Þá fer rjómaosturinn, kotasælan og helmingurinn af basilíkunni saman við. Látið þetta bráðna varlega saman og malla í um 5 mín. Saltið og piprið eftir smekk. Rífið þá kjúklinginn út í.
  2. Setjið olíu í botninn á eldföstu móti. Skerið lasagna-plötuna (kemur í einu heilu lagi) í jafna búta. Setjið fyllinguna í miðjuna á hverjum bút og rúllið upp, svo úr verður pastarör. Látið skilin snúa niður. Endurtakið uns fyllingin er búinn. Hellið pasta sósunni yfir og toppið með parmesan. Bakið við 180 gráður í 20 mínútur eða uns osturinn er tekinn að gyllast og pastað orðið vel heitt í gegn. Stráið restinni af basilíkunni yfir áður en borið er fram.
  3. Berið fram með góðu salatið og ítölsku rauðvíni sé stemmingin þannig. Einnig er gott að setja piparkvörn á borðið svo fólk geti krydda meira.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka