Sveppameðlætið sem fullkomnar matarboðið

Einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt.
Einu sinni smakkað, þú getur ekki hætt. mbl.is/Parker Feierbach

Ef þú vilt prófa brjálæðislega uppskrift að sveppum þá ertu á réttum stað. Sveppir eru hið mesta lostæti með alls kyns mat og hér færðu að smakka hættulega góða uppskrift sem þú einfaldlega verður háð/ur. 

Sveppir sem þú verður háður

  • 4 msk. smjör, bráðið
  • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 2 tsk. ferskt timían, saxað
  • 1 tsk. balsamik-edik
  • Sjávarsalt
  • Pipar
  • 5-600 g sveppir

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 190°.
  2. Pískið saman í skál smjöri, hvítlauk, timían og ediki.
  3. Dreifið sveppunum á bökunarpappír á bökunarplötu. Hellið smjörblöndunni yfir sveppina og saltið og piprið. Veltið sveppunum upp úr hráefnunum og raðið þeim svo aftur á plötunni.
  4. Ristið sveppina í 15-18 mínútur þar til þeir verða gylltir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert