Svona býrðu til kirsuberjabrjóstsykur

Jólin byrja með bragðgóðum brjóstsykri.
Jólin byrja með bragðgóðum brjóstsykri. mbl.is/Simon Nørlev/skovdalnordic.com

Er eitthvað jólalegra en kirsuberjabrjóstsykur í kramarhúsi. Frábær hugmynd til að mæta með í næsta jólaboð og gleðja stóra sem smáa. Það er svo miklu einfaldara en maður heldur að búa til bragðgóðan brjóstsykur – fyrir utan hvað það er skemmtilegt. Hér færðu uppskrift hvernig maður fer að, skref fyrir skref.

Kirsuberjabrjóstsykur  skref fyrir skref

  • Bragðgóð olía
  • 1½ dl vatn
  • 5 dl sykur
  • 1½ dl þrúgusykur

Annað:

  • 2 ml rauður matarlitur
  • 1 tsk. sítrónusýra
  • 3 ml kirsuberjabragðefni

Verkfæri:

  • Sílikonmotta
  • Sykurhitamælir
  • Sprauta sem mælir ml
  • Spaði úr plasti

Aðferð:

  1. Smyrðu sílikonmottuna með bragðgóðri olíu.
  2. Blandið vatni, sykri og þrúgusykri saman í pott og sjóðið massann við háan hita í 5 mínútur undir loki. Hrærið því næst í massanum stanslaust þar til hann hefur náð 162°, takið þá pottinn af hellunni.
  3. Hellið massanum á sílikonmottuna og hellið matarlitnum yfir.
  4. Dreifið úr litnum með spaðanum og blandið því næst sítrónusýrunni og bragðefninu út í (notið jafnvel sprautu til að mæla). Veltið massanum með spaðanum en einnig er hægt að nota mottuna til að velta massanum til og frá.
  5. Tosið út eina lengju af massanum í þeirri stærð sem þú vilt. Ef massinn er of heitur er jafnvel gott að nota hanska.
  6. Klippið brjóstsykurinn niður til skiptis frá hvorum endanum. Passið að þeir snerti ekki hver annan og leggið á bökunarpappír. Þegar þeir hafa kólnað er hægt að setja þá í box.
mbl.is/Simon Nørlev/skovdalnordic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert